Myndband: Við fórum með Miu að fá sér göt í geirvörturnar: „Ég er mjög spennt“

Auglýsing

Geirvörtugöt hafa aldrei verið vinsælli. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fékk að fylgja henni Miu í geirvörtugötun og sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Glódís Tara á Bleksmiðjunni segir að elsta konan sem hafi látið gata í sér geirvörtuna hjá henni hafi verið sextug. „Þegar ég byrjaði að gata voru þetta aðallega tungur og naflar,“ segir hún.

En þetta er eiginlega búið að færast út í þetta. Ég held að einn þriðji af öllum götum sem ég geri séu geirvörtugöt.

Aðspurð sagðist Mia vera mjög spennt fyrir götunum og ekkert stressuð. „Ekki neitt,“ sagði hún.

Auglýsing

læk

Instagram