Nakinn maður fleygði eigin saur í fólk á flugvelli eftir of stóran skammt af Viagra

Maður sem segist hafa gleypt of margar töflur af stinningarlyfinu Viagra gekk berserksgang á alþjóðaflugvellinum í Phuket í Taílandi á dögunum. Maðurinn klæddi sig úr öllum fötunum og hrópaði ókvæðisorðum að fólki áður en hann hóf að fleygja eigin saur í nærstadda. Fjallað er um málið á vef Metro í Bretlandi.

Sex öryggisverði þurfti til að yfirbuga manninn eftir að hann hafði gengið á milli verslana og eyðilagt það sem á vegi hans varð. Á vef Metro er haft eftir Wanne Ming, sem varð vitni að ósköpunum, að þetta hafi verið það hræðilegasta og ógeðslega sem hún hefur orðið vitni að á flugvelli. „Ég hélt mig í hæfilegri fjarlægð,“ sagði hún.

Starfsfólk flugvallarins reyndi að róa hann niður en han hunsaði þau algjörlega. Þetta var mjög slæmt en starfsfólkið stóð sig vel.

Auglýsing

Í yfirlýsingu frá flugvellinum kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að taka inn of margar Viagra-töflur. „Til ná tökum á aðstæðum og koma í veg fyrir frekari hættu var maðurinn handtekinn.“

Horfðu á myndband sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing