Nokkur yfirnáttúruleg brot úr viðtalinu við Eyþór Arnalds á Omega: „Ég trúi því að þú sért útvalinn af Guði“

Auglýsing

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í viðtali við Guðmund Örn Ragnarsson á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í gær. Guðmundur sagðist trúa því að Eyþór sé útvalinn af Guði til að leiða borgina — og síðar landið sem forsætisráðherra. Horfðu á nokkur yfirnáttúruleg brot úr viðtalinu hér fyrir ofan.

Það fer ekki milli mála við áhorf á viðtalinu að Guðmundur styður Eyþór. Hann sagðist biðja fyrir framboðinu og sagði marga gera það líka. Hann tók þó fram að hann sé ekki harður Sjálfstæðismaður, enda kaus hann Sigmund Davíð og Miðflokkinn í síðustu Alþingiskosningum.

„Ég trúi því að þú munir verða borgarstjóri. Þú vitnar í Jesú krist og biður. Og við munum biðja fyrir þér, fjöldinn allur,“ sagði Guðmundur.

Auglýsing

læk

Instagram