Of Monsters and Men varpar ljósi á flóttamannavandann í nýju myndbandi

Hljómsveitin Of Monsters and Men varpar ljósi á flóttamannavandann í nýju myndbandi sínu við lagið We Sink. Myndbandið var frumsýnt á vef Huffington Post í dag en hægt er að horfa á það hér fyrir neðan.

Flóttamenn á Íslandi koma fram í myndbandinu sem er unnið í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og framleitt af Tjarnargötunni. „Eins og flest okkar eiga þau sögur um ást, sársauka, fjölskyldur, missi og hamingju,“ segir í tilkynningu frá Of Monsters and Men á Huffington Post.

En ólíkt flestum okkar þá eiga þau líka sögur um að þurfa að yfirgefa heimili sín í leit að öruggum samastað.

Hljómsveitin segist með myndbandinu vilja minna á að þráttt fyrir að við veljum okkur ekki aðstæður til að fæðast í þá getum við valið hvernig við hjálpum þeim sem þurfa á að halda og að allir eigi skilið að búa í heimi án ofbeldis og haturs.

Rauð krossinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni að Of Monsters and Men í samstarfi við Alþjóðaráð Rauða krossins og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ákveðið að standa fyrir söfnunarátaki um allan heim fyrir mannúðaraðgerðum Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi.

Auglýsing

læk

Instagram