Óli Geir peppar fólk á æfingum með nýju ræktarmixi: „Það fer allt í gang“

Plötusnúðurinn Óli Geir hefur sent frá sér nýtt ræktarmix sem er sérstaklega hugsað fyrir þau sem eru komin með leið á tónlistinni sem þau hlusta vanalega á í ræktinni. Hægt er að sækja mixið hér fyrir neðan.

Óli segir í samtali við Nútímann að taktföst tónlist sé gríðarlega mikilvæg í ræktinni. „Það fer allt í gang. Öll lögin eru mixuð saman í 128 BPM, sem eru 128 beat per minute, það útskýrir hraðan á mixinu,“ segir hann.

Þarna er ég búin að taka öll heitustu lög síðari ára og setja þau í taktmeiri útfærslur. Þú munt heira í Queen, Dr. Dre, Coldplay, Rihönnu, Justin Bieber, Kayne West, Zombie Nation, Benny Benassi og mörgum fleiri.

Hér geturðu hlustað á mixið eða hreinlega sótt það

Auglýsing

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing