Ótrúlegt björgunarafrek vekur heimsathygli

Ótrúlegt björgunarafrek Mamadou Gassama, sem klifraði upp á fjórðu hæð í fjölbýlishúss í norðurhluta Parísar á laugardagskvöld og bjargaði fjögurra ára barni í sjálfheldu, hefur vakið heimsathygli. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Gassama var ótrúlega fljótur að klifra upp og var búinn að bjarga barninu þegar slökkvilið kom á vettvang. „Ég þakka guði fyrir það að mér hafi tekist að bjarga barninu,“ sagði hetjan í viðtali við fjölmiðla.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðið honum að hitta sig í Elysée höllinni í París í dag. Faðir barnsins verður hins vegar yfirheyrður af lögreglu vegna vanrækslu en hann skildi barnið eftir eitt heima.

Auglýsing

læk

Instagram