Sex sniðugir aðventukransar sem auðvelt er að setja saman, sjáðu myndböndin

Auglýsing

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og við fengum því Soffíu Garðarsdóttur, frá Skreytumhús.is, til að vippa upp nokkrum aðventukrönsum. Sá fyrsti er í spilaranum hér fyrir ofan og svo geturðu flett í gegn þangað til þú finnur innblástur fyrir þinn eigin aðventukrans.

Skoðaðu næsta aðventukrans ▶️

Soffía er með vinsæla Facebook-síðu þar sem hún töfrar fram ýmsar frábærar lausnir fyrir heimilið og við viljum líka minna á samnefndan hóp á Facebook þar sem hvorki fleiri né færri en 18 þúsund meðlimir skiptast á hugmyndum.

Smelltu hér til að skoða alla kransana.

Auglýsing

Munið bara það sem Soffía segir: Það er engin kransalögga sem fer á milli húsa og tekur þetta út. Þetta er bara spurning um að leika sér með dótið sem maður á. Það er aldrei nóg af könglum og svo má strá gervisnjó yfir og þá er þetta gulltryggt dæmi.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram