Siggi Sexí kennir borgarbarni að mjólka kú, segir söguna á bakvið viðurnefnið

Auglýsing

Við kynntumst Sigga Sexí í nóvember þegar Kristín Pétursdóttir, útsendari Nútímans, hitti hann á heimavelli í Borgarfirðinum.

Siggi fór á kostum og Kristín líka í skemmtilegu myndbandi sem þú sérð hér. Eins og aðrir útsendarar Nútímans þá er Kristín borgarbarn og við ákváðum því að senda hana aftur upp í sveit að læra réttu handtökin við að mjólka kýrnar.

Meira með Sigga Sexí ▶️ Mjólkurbóndi og rokkstjarna úr Breiðholtinu

Siggi Sexí var að sjálfsögðu til í að sýna hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Hann sagði okkur líka söguna á bakvið viðurnefnið: Af hverju er hann kallaður Siggi Sexí?

Auglýsing

Siggi sexí er enginn venjulegur mjólkurbóndi í Borgarfirðinum. Hann er Fjallabróðir og tónlistarmaður sem semur tónlistina við taktinn úr mjaltavélinni.Hann kemur fram ásamt hljómsveit sinni Baggabandinu þegar hann er ekki að mjólka kýrnar og kom fram á Airwaves á dögunum.

Næsta myndband ▶️ Örnu Báru var sagt að hún gæti ekki orðið frægt módel, Playboy er toppurinn

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram