Sigldu frá Seltjarnarnesi á kanó úr Costco með uppblásinn hoppukastala í eftirdragi, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Félagarnir Bergur Kristjánsson, Axel Fannar Sveinsson og Aron Pálsson vildu að sigla út á haf í gærkvöldi. Þeir gerðu sér því ferð í Costco í þeim tilgangi að kaupa uppblásinn kanó. Í sömu búðarferð ráku þeir augun í ódýran uppblásinn hoppukastala og ákváðu þeir að grípa hann með upp á grínið.

Þegar þeir komu að lítilli bryggju á Seltjarnarnesi kom í ljós að það var aðeins pláss fyrir tvo um borð í bátnum. Í stað þess að skilja þriðja félagann eftir með sárt ennið datt þeim í hug að binda hoppukastalann við bátinn og fékk því Aron að fljóta með á uppblásnum hoppukastalanum á meðan þeir Bergur og Axel reru sáttir út á haf.

Myndband af uppátækinu má sjá hér fyrir ofan. Nútíminn mælir að sjálfsögðu ekki með að fólk leiki þetta eftir.

Auglýsing

læk

Instagram