today-is-a-good-day

Stefán Karl gerir grín að sjálfum sér með Simma og Jóa: „Við getum notað krabbakjöt?

Jóhannes Ásbjörnsson, Jói í tvíeykinu Simmi og Jói, birti myndband á Instagram í gær þar sem hann var ásamt félaga sínum og Stefáni Karli í snjallbýlinu Sprettu. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Simmi og Jói eru duglegir að þróa hamborgana í Hamborgarafabrikkunni í ýmsar áttir og Jói segir í myndbandinu að til standi að koma grænfóðri Stefáns í borgara. Það er þó annað sem vakti athygli í myndbandinu en það er húmorinn sem Stefán Karl hefur fyrir sjálfum sér en eins og landsmenn vita glímir hann við krabbamein.

Þegar Jói spyr hvað væri hægt að láta grænmetisborgara frá Sprettunni hans Stefáns heita hugsa þeir sig um og Simmi leggur til Grænfriðunginn áður en Stefán Karl tekur við. „Ég er náttúrulega með krabba — við getum notað krabbakjöt? Óviðeigandi.“

Simma og Jóa virðist ekki lítast nógu vel á hugmyndina. „Það væri nefnilega svo gott, þá gætum við skírt borgarann Síðasta kvöldmáltíðin,“ heldur Stefán áfram og Simmi tekur við: „Þetta er Spretta. Eigum við skíra máltíðina Lokasprettinn?

Og félagarnir vita ekki hvort þeir eigi að hlæja eða gráta.

Auglýsing

læk

Instagram