Strákasveitin N2L8 með endurkomu og gefa út jólahægvarp til styrktar BUGL

Eftir að hafa slegið í gegn í vor með myndbandi sínu „Where‘s my destiny“ hefur strákasveitin N2L8 nú útbúið sérstakt jólahægvarp sem ætlað er að styðja við BUGL, Barna og Unglingageðdeild Landspítalans. Horfðu á hægvarpið í spilaranum hér að ofan.

Í þessu klukkustundarlanga hægvarpi má fylgjast með meðlimum þar sem þeir dunda sér við eitt og annað. Hugmyndin er svo að landsmenn nýti sér hægvarpið í skiptum fyrir 1000 króna framlag til BUGL.

Auglýsing

„Með hægvarpinu á enginn að þurfa að vera einmana yfir hátíðirnar, þú setur það einfaldlega í gang á tölvunni eða flatskjánum og þá erum við mættir inn í stofu til þín, ljúfir sem bangsar. It’s never too late 4xmas!“ segir í yfirlýsingu frá meðlimum sveitarinnar.

Hægt er að styrkja BUGL í gegnum netverslun Hugleiks Dagssonar eða beint inná reikning BUGL: 513-26-22241, kt. 640394-4479.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing