Stuttmynd um kynlíf, ábyrgð og ofbeldi á netinu komin út

Stuttmyndin Myndin af mér eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur er kominn út. Myndin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og segir frá áhrifunum sem slíkt hefur á líf þeirra sem fyrir því verða. Horfðu á myndina í heild hér að ofan.

Þær Þórdís og Brynhildur gerðu áður fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér um kynlíf og kynferðisofbeldi.

Auglýsing

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fræddi sextán þúsund börn og unglinga um stafrænt kynferðisofbeldi árið 2015 með fyrirlestrarröðinni Ber það sem eftir er og er handritið byggt á samtölum við unglinga sem leituðu til hennar af því tilefni. Aðrir helstu aðstandendur myndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir leikstjóri og Halla Kristín Einarsdóttir aðstoðarleikstjóri.

Á vefsíðu myndarinnar, www.myndinafmer.is, má finna fróðleik og ráðleggingar til þeirra sem hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og tillögur að því hvernig hægt sé að vera hluti af lausninni.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing