Tara fékk góð viðbrögð við brjóstminnkunarferlinu: „Búin að vera með allt of stór síðan ég var unglingur“

Auglýsing

Eins og Nútíminn greindi frá í vikunni fór Tara Brekkan Pétursdóttir (tara_makeupart) í brjóstaminnkun á dögunum og leyfði fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með bataferlinu. Umbúðirnar voru teknar af í gær og Tara leyfði fylgjendum sínum að sjálfsögðu einnig að fylgjast með því.

„Ég er búin að vera með allt of stór síðan ég var unglingur,“ segir Tara í samtali við Nútímann en útsendarinn Elísabet Inga hitti hana í gær eftir að umbúðirnar voru fjarlægðar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Ég er búin að eignast tvö börn, vera með þau bæði á brjósti og brjóstin stækka alltaf. Bakverkir, stoðverkir, var hjá sjúkraþjálfara. Ég gat aldrei keypt mér föt. Aldrei.

Tara segist hafa fengið mjög góð viðbrögð eftir að hún sagði frá aðgerðinni á Snapchat. „Rosa góð. Konur sem eru fertugar, fimmtugar að senda mér skilaboð um að þær ætli loksins að láta verða að þessu,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram