Þessi risavaxna köngu­ló birtist heima hjá Jóni í Kópavogi – Sjáðu myndbandið!

Auglýsing

Jón Kristinn Sigurðsson, íbúa í Kópavogi, brá heldur betur í brún þegar stór köngu­ló af gerðinni Eratigena atrica birtist á heimili hans í vikunni. Jón Kristinn fangaði dýrið og birti í kjölfarið myndir og myndbönd á Facebook-síðu sinni. Sjáðu myndband af kvikindinu hér að neðan.

Þetta 5 cm kvikindi var bara að rölta á stofugólfinu hjá okkur í kvöld,“ skrifaði Jón á Facebook en í samtali við Fréttablaðið segir hann köngulónna hafa náð að vekja mikinn ótta hjá eiginkonu sinni.

„Konan mín sá hana fyrst og öskraði, fór bara að grenja, enda er hún með köngulóafóbíu,“ segir Jón Kristinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég bara trúði þessu ekki og datt helst í hug að þetta væri bara eitthvert leikfang en þegar ég kom að henni hljóp hún alveg þvílíkt hratt undir sófa.“

Jón fangaði köngulónna í lítið box og útilokar ekki að eiga hana sem gæludýr. „Ég gúgglaði þetta aðeins og fólk er alveg með þetta sem gæludýr og er að gefa þessu alls konar dót að éta,“ sagði Jón við Fréttablaðið.

Alvöru stykki!

Auglýsing

Risakönguló from Nútíminn on Vimeo.

Auglýsing

læk

Instagram