„Þið sem segið að stelpur geti ekki kýlt og sparkað og verið grjótharðar, passið ykkur!“

Auglýsing

Bardagakonan Sunna Davíðsdóttir mætir Ashely Greenway í Kansas City í Bandaríkjunum 23. september. Þetta er fyrsti atvinnubardagi Sunnu en hún er fyrsta íslenska konan sem gerist atvinnumaður í MMA.

Sjá einnig: Fyrsti atvinnubardagi Sunnu framundan: „Þetta er draumurinn minn og ég er að láta hann rætast“

Mjölnir hefur birt grjóthart myndband af Sunnu á æfingu á Facebook. Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, tekur á móti höggum Sunnu í myndbandinu. Hann segist á Facebook-síðu sinni hlakka til að fara til Bandaríkjanna og sjá Sunnu slátra fyrsta atvinnubardaganum sínum.

„Þið sem segið að stelpur geti ekki kýlt og sparkað og verið grjótharðar, passið ykkur!“ segir hann.

Þvílíkt skrímsli sem þessi stelpa er! Hlakka til að fara með henni til USA og sjá hana slátra sínum fyrsta atvinnumanna bardaga! Sunna þú ert alvöru!

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram