Þorgrímur safnar peningum fyrir Barnaspítala Hringsins, handskrifaði heila bók

Auglýsing

Þorgrímur Þráinsson hefur sent frá sér bókina Ég elska máva. Þorgrímur tók sig til og handskrifaði heilt eintak af bókinni og fékk marga af helstu listamönnum þjóðarinnar til að myndskreyta verkið.

Lína Rut, Erró og Hugleikur Dagsson eru á meðal þeirra sem eiga verk í bókinni sem verður boðin upp. Þetta verður hluti af enn einu góðverki Þorgríms en ágóði bókarinnar rennur til Barnaspítala Hringsins en bókin gerist að hluta þar.

Næsta myndband ▶️ Zuistar ætla að endurgreiða þér sóknargjöldin

Eins og flestir vita þá er Þorgrímur á leiðinni í forsetaframboð á næsta ári. Steinar Ingi Kolbeins, útsendari Nútímans, hitti Þorgrím og spjallaði við hann um bókina og forsetaframboðið. Sjáðu viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram