Þumalhringurinn sneri aftur á þumli Sigurðar Inga, sjáðu myndbandið

Þumalhringurinn frægi sneri aftur á þumli Sigurðar Inga Jóhannsonar, formanns Framsóknarflokksins, í Kastljósinu á RÚV í gær. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Þumalhringurinn vakti mikla athygli í apríl þegar Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra í kjölfarið á því að Sigmundur Davið Gunnlaugsson sagði af sér.

Elsa Ingjaldsdóttir, eiginkona Sigurðar Inga Jóhannssonar, útskýrði tilurð þumalhringsins á Vísi í apríl. „Þetta er giftingarhringurinn hans, bara hefðbundinn giftingarhringur,“ sagði hún.

Sigurður er með sömu puttastærð á baugfingri og þumalfingri sem þykir mjög sjaldgæft. Þetta er heiðinn siður, en það er ekki eins og hann sé heiðinn heldur finnst honum hringurinn flækjast minna fyrir sér á þumalfingri, því sem dýralæknir gekk hann aldrei með hring.

Hún sagði að Sigurður hafi farið að bera hringinn ofar þegar hann fór á þing. „Og þá setti hann hringinn á þumalfingur. Hann fiktar mikið í honum og skiptir honum á milli fingra.“

Auglýsing

læk

Instagram