UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen og sendir frá sér áhrifaríkt myndband

Auglýsing

Í gærkvöldi hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen, en langvarandi átök í landinu hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir börn. Að því tilefni hefur UNICEF sent frá sér afar áhrifaríkt myndband. Yfirskrift neyðarátaksins er „Má ég segja þér soldið?“ sem vísar í algengt talmál barna. Horfðu á myndbandið í spilaranum hér að ofan.

„Við vildum skapa áhrifamikla upplifun sem leyfir röddum barnanna að heyrast. Í stað þess að telja upp hrikalegar tölur og staðreyndir frá Jemen þá lýsa börnin því sjálf hvað þau hafa gengið í gegnum. Þetta eru raunverulegar sögur barna í Jemen sem hafa upplifað stríð sem heimurinn horfir framhjá,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.

 Hægt er er að styðja söfnunina með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1900 krónur til neyðaraðgerða UNICEF í Jemen. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn.

Myndbandið skilur engan eftir ósnortinn

Auglýsing

 

 

 

Auglýsing

læk

Instagram