Við hittum sigurvegara Skrekks, ekki bara barátta sem Vigdís Finnboga og Beyoncé eiga

Auglýsing

Haga­skóli sigraði Skrekk í Borg­ar­leik­hús­inu í gær­kvöldi og hefur atriði skólans vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum í dag. Eva Ruza Miljevic, útsendari Nútímans, fór í Hagaskóla og fékk söguna á bakvið atriðið. Horfðu á viðtalið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Hagaskóli sigraði Skrekk með atriði sem allir eru að tala um og við erum með myndbandið

Katrín Lóa Hafsteinsdóttir, María Einarsdóttir og Snorri Ástráðsson fengu að fara úr tíma til að spjalla við Evu. Þau segja að hugmyndin hafi komið í matarhléi og þá var ekki aftur snúið. María segir að þetta sé barátta sem við eigum öll.

Þetta er ekki bara barátta sem Vigdís Finnbogadóttir og Beyoncé eiga. Allar stelpur og strákar eiga þessa baráttu og það eiga allir að tileinka sér þetta, kynna sér málin, mynda sér skoðun og taka þátt.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram