Við spurðum Áslaugu og Unu út í sex hitamál og gáfum þeim nokkrar sekúndur til að svara

Það vakti mikla athygli um síðustu helgi þegar ungir Sjálfstæðismenn tóku nánast yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þeir náðu ýmsum frjálslyndum málum í gegn og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var kjörin ritari flokksins eftir að hún bauð sig óvænt fram gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem steig til hliðar.

Á Selfossi héldu Vinstri græn landsfund. Þar lét ungt fólk einnig til sín taka og Una Hildardóttir kjörin gjaldkeri flokksins. Við fengum Áslaugu og Unu til að segja okkur frá afstöðu sinni í sex hitamálum sem hafa klofið þjóðina. Til að gera þetta spennandi gáfum við þeim bara nokkrar sekúndur til að svara.

Sjá einnig: Skot byggir upp sjónvarpshluta Nútímans

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram