Örskýring: Af hverju eru Kanye og Taylor Swift að rífast og hvar kemur Kim Kardashian inn í málið?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Kim Kardashian birti á Snapchat myndband sem sýnir rapparann Kanye West, eiginmann hennar, ræða við tónlistarkonuna Taylor Swift um umdeildan texta í laginu Famous af plötunni The Life of Pablo. Myndbandið var tekið upp þegar vinna að plötunni stóð yfir.

Í myndbandinu sést Kanye West bera eftirfarandi línu undir Swift: „I feel like me and Taylor might still have sex“. Hann sleppir hins vegar seinni hlutanum: „I made that bitch famous“. Hún tekur vel í símtalið og þakkar honum fyrir að láta sig vita.

Hvað er búið að gerast?

Auglýsing

Taylor brást hins vegar harkalega við opinberlega þegar platan kom út í febrúar. Talsmaður hennar sagði í yfirlýsingu að Kanye hefði aldrei haft samband við hana til að samþykkja textann ásamt því að gagnrýna hann fyrir að gefa út lag með svo kvenfjandsamlegum texta.

Þá þótti augljóst að Taylor væri að beina orðum sínum til Kanye í ræðu sinni á Grammy-verðlaununum:

Ég vil bara segja við allar ungu konurnar þarna úti að fólk mun gera lítið úr árangri ykkar eða reyna að taka ábyrgð á afrekum ykkar eða frægð.

Kanye brást við með því að birta þetta tíst, þar sem hann fullyrti að Taylor hefði veitt honum blessun sína:

https://twitter.com/kanyewest/status/698146344242958336?ref_src=twsrc%5Etfw

Kim Kardashian sagði í viðtali í tímaritinu GQ á dögunum frá tilurðu myndbandsins sem sýnir Kanye ræða texta lagsins við Taylor Swift.

Í myndbandinu segist Taylor Swift kunna að meta að Kanye segi henni frá línunni, sem hún segir að sé augljós hæðni (e. tongue in cheek). Þá segir hún að það verði frábært að geta sagt fjölmiðlafólki frá þessu símtali, þegar hún verður spurð út í línurnar.

Í yfirlýsingu á Instagram sagði Taylor að Kanye hafi ekki borið undir hana að hann ætli að kalla hana „bitch“. Þá segir hún að hann hafi aldrei spilað fyrir hana allt lagið og að það væri verið að mála hana upp sem lygara að ósekju.

Hvað gerist næst?

Málið er snúið. Taylor Swift laug því að Kayne West hafi aldrei haft samband en Kanye bar aftur á móti ekki allan textann undir hana.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram