Örskýring: Allt í einu eru allir reiðir út í Justin Timberlake og ég skil ekki neitt

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

 Hvað er búið að gerast?

Justin Timberlake kom fram í hálfleik í úrslitaleik bandaríska fótboltans, Super Bowl. Áður en Timberlake steig á svið var búið að setja af stað undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að hann myndi ekki koma fram. Þá var kassamerkið #JusticeForJanet notað til að koma sömu kröfu á framfæri.

Kassamerkið vísar í þegar Justin kom síðast fram í hálfleik á Super Bowl árið 2004. Þá reif hann flipa af búningi Janet Jackson og í örskamma stund sást í brjóst hennar á stærsta sjónvarpsviðburði ársins í Bandaríkjunum.

Auglýsing

Atvikið vakti á einhvern óskiljanlegan hátt mikla reiði og þurftu bæði Justin og Janet að biðjast opinberlega afsökunar. Ferill Justins blómstraði hins vegar í kjölfarið á meðan Janet Jackson þurfti að eyða næstu árum í afsaka uppátækið og ferill hennar tók á sig stórt högg.

Í fréttaskýringu á vefnum VOX er bent að Justin hafi hvorki tekið ábyrgð á atvikinu né staðið með Janet í moldviðrinu sem skapaðist í kjölfarið. Hún hefur lýst því hvernig hann tók meira af búningnum en hann átti að gera en hann átti að skilja eftir brjóstahaldarann sem hefði hulið brjóst hennar.

Eftir að Justin Timberlake kom fram á Super Bowl á sunnudaginn náði þetta tíst mikilli útbreiðslu.

Þarna er meðal annars farið yfir hvernig Justin, sem þykir vera afar fínn gaur opinberlega, kom illa fram við Britney Spears og Janet Jackson, hélt fram hjá Jessicu Biel og dissaði tónlistarmanninn Prince. Svo eitthvað sé nefnt.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram