Örskýring: Brjóstabyltingin á Twitter

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

#FreeTheNipple hófst sem alþjóðlegt átak í kjölfar útgáfu gamanmyndar með sama nafni sem kom út í fyrra. Átakið snýst um að ber brjóst þurfi ekki að túlka kynferðislega og að konur ráði sjálfar hvenær þær eru berar að ofan, rétt eins og karlar.

Þá er hefndarklám vaxandi vandamál. Nektarmyndum af fólki er dreift í óþökk þess sem situr fyrir á myndunum, hvort sem viðkomandi tók myndirnar sjálfur, gaf leyfi fyrir myndatökunni eða ekki.

Með því að birta myndir af sér berum að ofan vilja konur taka völdin í sínar hendur og sýna að brjóst eru ekki tabú.

Auglýsing

Hvað er búið að gerast?

Íslenska brjóstabyltingin hófst á Twitter. Femínistafélag Verzunarskóla Íslands hafði boðað til #FreeTheNipple dags í skólanum og í umræðum á Twitter birti nemandinn Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir mynd af sér þar sem hún var ber að ofan.

Myndin var í nokkrar mínútur á samfélagsmiðlinum áður en hún tók hana út. Daginn eftir gerði ungur maður lítið úr Öddu og í kjölfarið rigndi yfir hana stuðningsyfirlýsingum.

Í kjölfarið hófst byltingin. Samkvæmt tölum frá Baldvin Þór Bergssyni, stjórnmálafræðingi sem stýrir nýju námskeiði um stafræna miðla í HÍ í haust, þá tóku fleiri en 5.000 manns á Íslandi þátt í ótrúlega líflegum umræðum á Twitter sem er flokkuð með kassamerkinu #FreeTheNipple.

Hvað gerist næst? 

Ýmsir viðburðir hafa verið skipulagðir tengdir átakinu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram