Örskýring: Búvörusamningarnir útskýrðir í einföldu máli

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Búvörusamningar eru samningar ríkisins við bændur. Í þeim er ákveðið hversu mikið ríkið greiðir bændum á ákveðnu tímabili. Um er að ræða fjóra samninga: Rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfsskilyrði nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju.

Hvað er búið að gerast?

19. febrúar skrifuðu tveir ráðherrar og fulltrúar bænda undir nýja búvörusamninga. Þeir eru óvenjulega langir í þetta sinn, eða til tíu ára.

Auglýsing

Greiðslur úr ríkissjóði til bænda vegna samninganna nema 13,8 milljörðum króna árið 2017 og enda í 12,7 milljörðum króna á ári árið 2026. Þetta þýðir að 132 milljarðar króna greiðast úr ríkissjóði til bænda á samningstímanum. Búvörusamningarnir eru tvöfalt verðtryggðir.

Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna samningana harðlega. Óljóst sé hvernig almenningur njóti góðs af þeim og með þeim sé verið að viðhalda einokun á mjólkurmarkaði.

Sumir bændur hafa hins vegar fagnað þeim.

Hvað gerist næst?

Alþingi á enn eftir að samþykkja samninganna. Ljóst er að það verður ekki einfalt ferli þar sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, hafa gagnrýnt samningana harðlega. Það hafa stjórnarandstöðuþingmenn einnig gert.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur hins vegar svarað fyrir gagnrýnina og sagt að málið sé frá.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Þetta er svokölluð gestaörskýring frá Kjarnanum. Smelltu hér til að lesa tíu staðreyndir um búvörusamningana á Kjarnanum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram