Örskýring: Golden State-morðinginn fundinn eftir fjögurra áratuga leit

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

James Joseph DeAngelo, 72 ára fyrrverandi lögreglumaður, var handtekinn í vikunni en talið er að hann sé alræmdi Golden State-morðingi sem lögreglan hefur leitað að í fjóra áratugi.

Hvað er búið að gerast?

Joseph hefur þegar verið ákærður fyrir tvö morð en talið er að hann hafi myrt 12 manns, nauðgað að minnsta kosti 45 konum og brotist inn í fleiri en 120 heimili.

Auglýsing

Glæpirnir áttu sér stað í Kaliforníu á árunum 1970 til 1990. Hann var handtekinn eftir að hægt var að tengja lífsýni úr honum við glæpi sem talið er að hann hafi framið.

Ákveðið var að setja meiri kraft í leitina árið 2016. Bandaríska alríkislögreglan FBI bauð þá 50 þúsund dali þeim sem gátu gefið upplýsingar um málið og nútímatækni við rannsókn lífsýna var notuð. Yfirvöld hafa líkt vinnunni við að leita að nál í heystakki.

Ásamt því að ganga undir nafninu Golden State Killer var hann kallaður East Area Rapist og The Original Night Stalker.

Joseph starfaði sem lögreglumaður til ársins 1979 og var starfandi lögreglumaður þegar hann framdi einhverja af glæpunum. Honum var sagt upp störfum eftir að hann var sakaður um búðaþjófnað.

Hvað gerist næst?

Talið er að saksóknarar í málinu fari fram á dauðarefsingu yfir DeAngelo.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram