Auglýsing

Örskýring: Ha? Er Katla á barmi þess að fara að gjósa?

Um hvað snýst málið?

Öflug jarðskjálftahrina hófst í Kötlu að morgni 29. september og velta vísindamenn fyrir sér hvort komið sé að eldgosi.

Hvað er búið að gerast?

Eldstöðin Katla undir Mýrdalsjökli gaus síðast árið 1918 og hefur því ekki gosið í 98 ár.

Í gær var ákveðið að virkja viðbragðsáætlun eldgoss undir Mýrdalsjökli á óvissustigi. Eldgos er ekki hafið en með þessu er verið að tryggja að allir viðbragðsaðilar séu meðvitaðir um stöðu mála.

Vísindaráð Almannavarna telur líklegt að jarðskjálftahrinan stafi kvikuhreyfingum í Kötlu en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Talsvert dró úr skjálftavirkni við Kötlu í nótt.

Talið er að þrjár atburðarrásir séu líklegastar í framhaldinu.

Í fyrsta lagi gæti jarðskjálftahrinan hætt án frekari atburða.

Í öðru lagi gæti jökulhlaup komið fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum.

Í þriðja lagi gæti eldgos hafist í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli.

Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað veginum inn að Sólheimajökli sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði í gærkvöldi að jarðskjálftar í Mýrdalsjökli síðustu tvo sólarhringa tengist kvikuvirkni í Kötlu. Virknin minni á undanfara eldgosa.

Hvað gerist næst?

Vísindamenn fylgjast grannt með eldstöðinni.

Komi til rýmingar vegna eldgoss verða send sms á íslensku og ensku í alla farsíma á svæðinu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing