Örskýring: Hvað í andskotanum er þetta Pokémon og hvernig get ég tekið þátt?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Pokémon Go er nýr tölvuleikur fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Leikurinn hefur slegið í gegn um allan heim eftir að hann kom út í byrjun júlí.

Pokémon eru upprunalega tölvuleikir fyrir Gameboy sem komu út árið 1996 og urðu að risastóru veldi tölvuleikja, spila, tuskudýra og teiknimynda.

Hvað er búið að gerast?

Auglýsing

Í stuttu máli er hægt að lýsa þessu svona: Google Earth + Pokémon + Snjalltæki = Pokémon Go. En það er of einfalt, dýpkum þetta aðeins.

Leikurinn virkar þannig að þú safnar ævintýralegum Pokémon-dýrum sem margir þekkja úr fyrri leikjum. Þú gerir þetta með því að nota staðsetningu og kortaleiðsögn snjalltækis (og klukkuna).

Þú gengur um (nei, ekki inn í leiknum heldur utandyra) á milli staða og notar símann til að sjá gagnlega staði innan leiksins og Pokemón dýr til að safna. Þú færð í raun aðra sýn á raunveruleikann í gegnum símann, sem er kallað AR eða Augmented Reality á ensku.

Til að fanga dýrið sem þú finnur, kastar þú bolta á skjá símans að því. Svo þegar þú hefur safnað dýrum, þá getur þú þjálfað þau og gert ýmislegt annað. Leikurinn á svo að fá reglulegar uppfærslur og næst á dagskrá er að leyfa spilurum að skiptast á dýrum. Markmiðið er að safna öllum 151 dýrunum.

Hvað gerist næst?

Leikurinn er enn sem komið er ekki í boði á Íslandi — en það er hægt að hakka það!

  • Fyrir iOS notendur (iPhone, iPad, iPod) þá er þetta nokkuð einfalt. Ef þú ert með bandarískan App store aðgang, þá getur þú sótt appið. Ef ekki, þá getur þú stofnað slíkan, skráð þig út úr App store með fyrri aðgangi, skráð þig inn með nýjum bandarískum aðgangi og sett upp appið.
  • Á Android þarf að setja upp leikinn með því að ná í APK skrá leiksins og leyfa uppsetningu á öppum utan Play store (og slökkva svo strax aftur á því öryggis vegna). Færa þarf skránna á símann með einhverjum leiðum (eins og Dropbox, Google Drive eða File Explorer).

Smelltu hér til að lesa nánari upplýsingar á Símon.is.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Þetta er svokölluð gestaörskýring frá Símon.is. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram