Örskýring: Hvað í fjandanum er í gangi í Hörpu og af hverju allir að segja upp?

Málið snýst um tvennt: 

Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í Hörpu sögðu upp störfum í gær eftir fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins.

Hvað er búið að gerast?

Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að stjórn Hörpu hafi hækkað laun forstjórans um rúm 20 prósent á síðasta ári.

Örvar Blær Guðmundsson sagði upp sem þjónustufulltrúi í Hörpu í kjölfarið. Í Fréttablaðinu sagði hann að sjálfan sig og samstarfsfólk hafa neyðst til að taka á sig verulega launalækkun um áramótin.

Harpa sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem eftirfarandi kom fram:

  • desember 2016: Ný lög kveða á um að frá 1. júlí 2017 skuli stjórnir ríkisfyrirtækja ákveða laun forstjóra í stað kjararáðs.
  • febrúar 2017: Svanhildur Konráðsdóttir ráðin sem forstjóri Hörpu með laun upp á 1,5 milljónir á mánuði. Í sama mánuði úrskurðar Kjararáð að heildarlaun forstjóra Hörpu skuli vera 1.308.736  krónur. Umsamin laun hennar lækkuðu því fyrstu mánuði hennar í starfi.
  • júlí 2017: Laun Svanhildar hækka aftur upp í 1,5 milljónir og svo upp í 1,567.500 krónur, samkvæmt breytingum á kjarasamningi VR.

Í gær sögðu tuttugu þjónustufulltrúar í Hörpu upp eftir fund með Svanhildi Konráðsdóttur. Í yfirlýsingu frá þeim kemur fram að á fundinum hafi Svanhildur staðfest að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmennirnir sem gert var að taka á sig beina launalækkun.

Í yfirlýsingu frá Hörpu kemur fram að stjórnendur hússins hafi aldrei haldið fram við þjónustufulltrúa eða aðra að laun yrðu lækkuð hjá öðrum starfsmönnum en þjónustufulltrúum.

Hvað gerist næst?

Á fundi þjónustufulltrúa með forstjóra Hörpu kom meðal annars fram að í hagræðingaraðgerðum í rekstri hússins sé allt til endurskoðunar, þar á meðal laun stjórnenda.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram