Í stuttu máli: Páskarnir útskýrðir vegna þess að þú átt til að gleyma af hverju þú færð frí

Um hvað snýst málið?

Páskarnir eru framundan. En hvað gerðist á páskunum? Leyfðu okkur að útskýra.

Hvað er búið að gerast?

Á morgun, sunnudag, er Pálmasunnudagur. Dagurinn kemur Pálma Gunnarssyni ekki við heldur markar hann upphaf dymbilviku en þá kom Jesús til Jerúsalem, ríðandi á asna. Fólk fagnaði með pálmagreinum, af einhverri ástæðu.

Á fimmtudaginn er svo skírdagur. Þá þvoði Jesús fætur lærisveina sinna og snæddi með þeim síðustu kvöldmáltíðina. Skír merkir hreinn og nafn dagsins vísar því í fótaþvottinn. Þið kannist eflaust við myndina af síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci.

Á föstudaginn er svo föstudagurinn langi en þá var Jesús krossfestur og líflátinn. Það er flest bannað á föstudaginn langa, eins og til dæmis bingó og djamm. Á páskadag reis Jesú svo upp frá dauðum.

Fimmtudaginn 9. maí er svo uppstigningardagur en hann markar himnaför Jesú.

Hvað gerist næst?

Næsti rauði dagur eftir páska er Sumardagurinn fyrsti fimmtudaginn 25. apríl.

Auglýsing

læk

Instagram