Örskýring: Sérsveitarmenn verða vopnaðir á fjöldasamkomum í sumar, ekki almennir lögreglumenn

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Embætti ríkislögreglustjóra hefur áhyggjur af því að framið verði hryðjuverk hér á landi. Því hefur verið ákveðið að auka sýnileika vopnaðara sérsveitarmanna á viðburðum þar sem margt fólk kemur saman í sumar. Almennir lögreglumenn verða ekki vopnaðir við þessi tilefni.

Hvað er búið að gerast?

Athygli vakti síðustu helgi að vopnaðir sérsveitarmenn gengu um miðbæ Reykjavíkur þegar fjölskylduhátíðin Color Run stóð yfir.

Auglýsing

Haraldur Johannesson, ríkislögreglustjóri, telur að þörf sé á auknum sýnileika vopnaðra sérsveitarmanna eftir hryðjuverkaárásir í London á undanförnu þar sem bílum hefur verið ekið á gangandi vegfarendur. Viðbúnaður er aukinn á grundvelli nýs almannaáhættumats ríkislögreglustjóra.

Haraldur segir að ekki sé verið að auka vopnaburð lögreglu, heldur sé verið að gera þá lögregluþjóna sem almennt eru vopnaðir allan sólarhringinn, sérsveitarmenn, meira sýnilega á fjöldasamkomum.

Hann telur ekki ástæðu til að hækka viðbúnaðarstig, þó að embættið óttist að framin verði voðaverk hér á landi. Haraldur vill ekki svara því hvort fylgst sé með fólki hér á landi vegna tengsla við hryðjuverkahópa erlendis.

Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna.

Hvað gerist næst?

Tveir til fjórir sérsveitarmenn verða með Glock 17 skammbyssur í beltinu á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn.

Einnig verða vopnaðir sérsveitarmenn á Secret Solstice tónleikahátíðinni sem fer fram í Laugardag um helgina.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklinga Alfredo Pizza

Spaghetti Carbonara

Instagram