Örskýring: Um hvað snýst símtal Davíðs og Geirs sem Kastljós ætlar að afhjúpa?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?
Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ræddu saman í síma um 75 milljarða króna lán ríkisins til Kaupsþings sama dag og neyðarlögin voru sett, eða 6. október 2008.

Með neyðarlögunum fengu stjórnvöld mikið svigrúm til að grípa inn í á fjármálamarkaði og gátu til dæmis tekið yfir banka.

Hvað er búið að gerast?

Kaupþing hrundi og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans 9. október 2008, þremur dögum eftir að umrætt lán var veitt. Um helmingur láns ríkisins til bankans hefur ekki fengist til baka, eða 35 milljarðar íslenskra króna.

Auglýsing

Seðlabankinn hefur upplýst að til sé upptaka af símtali Davíðs og Geir þar sem þeir eiga samráð um lánveitinguna.

Fjárlaganefnd Alþingis og fjölmiðlar hafa árum saman reynt að fá afrit af símtalinu. Birting símtalsins hefur strandað á því að Geir hefur ekki viljað gefa leyfi fyrir henni. Hann vissi ekki að símtalið væri tekið upp.

Geir hefur sagt að hann vilji ekki birta það þar sem hann telji að það eigi ekki að hlera eða taka upp símtöl við forsætisráðherra við svona aðstæður.

Stundin greindi frá því að Davíð hefði sjálfur séð til þess að símtalið var hljóðritað.

 

Starfsmaður Seðlabankans segir rangt sem Davíð hefur haldið fram að símtal Davíðs við Geir hafi verið hljóðritað fyrir tilviljun.

Hvað gerist næst?

Ríkisútvarpið greindi frá því í dag, miðvikudaginn 19. október, að endurrit símtalsins og eiðsvarinn vitnisburður starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að símtalinu varpi nýju ljósi á aðdraganda lánsins. Fjallað verður um málið í Kastljósinu í kvöld.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram