Bílakit uppalandans: WD-40, kapalspennur, gaff og sleikjó

Auglýsing

Bílar hafa tilhneigingu til þess að fyllast af sandi, mold, rusli, laufum, steinum, verðmætum týndum hlutum og rusli (var ég búin að segja rusli, já). Þessi tilhneiging margfaldast með hverju barni sem ferðast að jafnaði með téðum bíl. Bíllinn minn er lítill og verulega sóðalegur og það leiðinlegasta sem ég get hugsað mér er að þrífa hann að innan. Sérstaklega að ryksuga, það er verst. En nú er ég loksins búin að undirbúa hann fyrir veturinn og í argasta stolti ákvað ég að deila með ykkur ráði sem hefur reynst okkur mæðgunum afskaplega vel. Bílakittið (áralöng þróun, patent pending) hefur sparað okkur geypilega fyrirhöfn. En ég bætti því bara við allt hitt draslið sem bíllinn er fullur af, aftan á sætin í skottinu.

Ég ferðast að jafnaði með tveimur sóðum, einum á leikskólaaldri og hinum á krúttlega bleiualdrinum. Og ég er sjaldnast með allt sem ég þarf og vil, því ég er svona beltis- og axlabandatýpa. Með tímanum hef ég þróað útbúnaðinn sem best mætir þeirra þörfum (og mínum) en í bílakittinu núna eru:

 • rúlla af plastpokum
 • teygjur (hár- og póstteygjur)
 • bleiur og blautklútar og sótthreinsigel
 • margnota innkaupapoki
 • Treo
 • þurrkur/tissjú
 • vinnuvettlingar
 • varavettlingar
 • minnisblokk og penni
 • neyðar-sleikjó (stundum þarf ég bara þögn í 5 mínútur. Shoot me)
 • gaff-teip
 • kapalspennur
 • WD-40

Þetta þrennt síðasta er arfleifð frá pabba mínum. Það er fátt sem ekki er hægt að leysa með gaffi, kapalspennum og/eða WD-40. Ef ykkur gengur illa að mynda þessa ríkisstjórn þá hringið bara í mig. Ég er með græjurnar í þetta. Þetta eru allt hlutir sem er brjálæðislega gott að hafa við höndina ef eitthvað óvænt kemur upp á. Sem gerist. Sérstaklega þegar maður á börn og má ekki við slíku.

Auk þess er ég með litla snjóskóflu, bílavettlinga og bílasólgleraugun (sem aldrei fara úr ökutækinu). Og lítið teppi. Og mikla öryggistilfinningu.

Auglýsing

Ég er sumsé hætt að ferðast um með úttroðna skiptitösku og nenni ekki fyrir mitt litla líf að drösla báðum börnunum með mér inn í búð eftir panic búnaði af þessu tagi.

Sjáumst á rúntinum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram