Fáránlegar afleiðingar umdeildasta sjónvarpsviðburðar allra tíma

Auglýsing

Árið 2004 kom Janet Jackson fram í hálfleik í úrslitum bandaríska fótboltans, Super Bowl. Eftir að hún flutti smellinn Rhythm Nation birtist Justin Timberlake á sviðinu og þau sungu saman lagið Rock Your Body.

Þið munið örugglega flest eftir þessu. Í lok lagsins reif Justin flipa af búningi Janet og beraði þannig á henni annað brjóstið. Hún var fljót að hylja sig, enda átti hluti af brjóstahaldaranum ekki að fara með. Þetta átti ekki að fara svona.

En skaðinn var skeður. Sjónvarpsstöðin CBS reyndi að skipta um sjónarhorn í snatri en það var of seint. Í brot úr sekúndu sást í bert brjóst Janet Jackson í stærsta sjónvarpsviðburði ársins.

Og afleiðingarnar voru hræðilegar. Fyrir Janet Jackson. Justin Timberlake var í frekar góðum málum. Þau neyddust reyndar bæði til að biðjast opinberlega afsökunar en þar með lauk aðild hans að málinu sem rataði í fréttir um allan heim. Nafn hennar var hins vegar slegið svo oft inn í leitarvélar á internetinu að hún rataði í heimsmetabók Guinnes.

Auglýsing

Janet Jackson var bannað að mæta á Grammy-verðlaunahátíðina skömmu síðar en Justin Timberlake fékk að mæta á sömu hátíð, tróð tvisvar upp og fór heim með tvenn verðlaun (!)

Ferill hans blómstraði á sama tíma og ferill hennar tók á sig gríðarlegt högg. Hún neyddist til að draga sig úr kvikmyndaverkefnum, þrjú lög af nýrri plötu hennar voru sett á svartan lista á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum (!!)

Talað er um atvikið sem umdeildasta sjónvarpsviðburð allra tíma. Bandaríska fjarskiptaeftirlitið fékk 200 þúsund kvartanir og rannsakaði atvikið í átta ár. Ég gæti haldið áfram. Allt þetta útaf beru brjósti. Brjósti sem hún beraði ekki einu sinn sjálf (!!!)

Ég vil að þið ímyndið ykkur að þetta hefði gerist síðasta sunnudag en ekki sunnudaginn 1. febrúar fyrir 14 árum. Vissulega yrði illa séð að bera kvenmannsbrjóst í bandarísku sjónvarpi í dag eins og það var þá. En hefðu viðbrögðin orðið jafn svakalega hörð? Hefðu allir orðið brjálaðir út í Janet Jackson og hefði Justin Timberlake sloppið svona billega? Hefði Grammy-verðlaunahátíðin komist upp með að banna Janet Jackson að mæta og hefði hún verið útskúfuð í skemmtanabransanum?

Ég held ekki.

Pistillinn er byggður á spjalli á Barbershop-verkfærakistu UN Women sem Ungar athafnakonur stóðu fyrir í vikunni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram