Fjögur atriði úr ræðu Guðna sem fylltu mig bjartsýni

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í dag. Í ræðu sinni í dag fjallaði Guðni um jafnan aðgang allra að þjónustu og tækifærum, fjölmenningu, samfélagsmál og bjartsýni. Hér má lesa ræðu Guðna í heild sinni.

Það er ansi hressandi að hlusta á valdhafa tala með þessum hætti og ég tók saman fjögur atriði sem veita mér gleði og von.

 

1. „Ég mun og vil þiggja ráð og leiðsögn frá ykkur öllum, fólkinu í landinu.“

Auðmýkt er alltaf góð og hana hefur skort í íslenskt stjórnmál og umræðu.

2. „Góða heilbrigðisþjónustu má gera enn betri og tryggja ber að landsmenn njóti hennar jafnt, óháð búsetu eða efnahag. Enn er verk að vinna í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og mér stendur nærri að nefna menntakerfið, grundvallarþátt í lífi einstaklinga, fjölskyldna og þjóðar. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi, án þess að fjárhagur hamli för.“

Auglýsing

Það er mikilvægt að hamra á þessu. Jöfn tækifæri. Jafnrétti. Vel sagt, Guðni!

3. „Náttúra Íslands er viðkvæm, við viljum bæði vernda hana og nýta á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þetta getur reynst vandasamt en skilum landinu til næstu kynslóða þannig að þær fái notið gæða þess og gagna eins vel og við.“

Megum alls ekki gleyma náttúrunni.

4. „Við játum ólík trúarbrögð, stöndum sum utan trúfélaga, við erum ólík á hörund, við getum heitið erlendum eiginnöfnum, þúsundir íbúa þessa lands eiga sér erlendan uppruna og tala litla eða enga íslensku en láta samt gott af sér leiða hér. Við lifum tíma fjölbreytni og megi þeir halda áfram þannig að hver og einn geti rækt sín sérkenni, látið eigin drauma rætast en fundið skjól og styrk í samfélagi manna og réttarríki hér á landi.“

Húrra, Guðni! óttumst ekki fjölmenningu. Tökum henni opnum örmum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram