Kæri tónlistarunnandi, þetta er ég aftur

Auglýsing

Það er liðin meðganga síðan ég skrifaði ykkur síðast. 9 mánuðir.

Við erum enn þá að greiða 1.500 krónur í áskriftargjald af tónlistarveitunni okkar, sem við notum flest rosalega mikið. Sjálfur er ég örugglega bara að borga um 15 krónur á klukkustund fyrir notkunina.

Í fyrra skrifaði ég ykkur bréf um að við mættum ekki venjast þessu, að greiða 1.500 krónur á mánuði fyrir að streyma eins mikið af músík og okkur hentar.

Sjá einnig: Kæri tónlistarunnandi

Auglýsing

Nú er ég að vinna með allnokkrum hljómsveitum sem útgefandi og dreifingaraðili hér á landi og ég er mjög stoltur að því fá að kalla mig dreifingaraðila vinsælustu hljómsveitar landsins, Úlfur Úlfur.

Í dag eru liðnir tveir mánuðir síðan platan þeirra, Tvær plánetur, var gerð aðgengileg á tónlistarveitum á borð við Spotify. Það var nú nánast á útgáfudegi, eða viku eftir útgáfudag geisladisksins.

Á þessum tíma hefur lögum sveitarinnar verið streymt 473 þúsund sinnum á tónlistarveitum!

Þetta er íslenskt rapp, með íslenskum textum, þannig að þið áttið ykkur á því að þessi hlustun á sér nánast öll stað hér á landi. Þetta er algjört met — ég hef ekki séð svona mikla hlustun á svo stuttum tíma hér á landi áður. Á plötunni eru 14 lög, þannig að þessi streymi samsvara því að hlustað hafi verið á plötuna alls 33.786 sinnum.

Á ég að segja ykkur hvað Úlfur Úlfur fær í tekjur fyrir þessi 473 þúsund streymi?

Það verða að öllum líkindum rétt rúmar 400 þúsund krónur. Þetta er áætlun enda enginn kominn með uppgjörið í hendurnar. En kommon — 400 fokking þúsund!

Þetta samsvarar rétt rúmlega 200 seldum eintökum af geisladiski, eins og hver og einn sem ætti diskinn myndi hlusta á hann 150 sinnum — yeah right!

Enn og aftur, ég er ekki að reyna að blása lífi í geisladiskinn með þessum skrifum. Ég er bara að reyna að láta ykkur skilja hvað þetta er fáránlegt; að borga 1.500 krónur fyrir svona þjónustu. Geðveika þjónustu! Nánast öll músíkin, líka glæný músík! Í tölvunni! Í símanum! Á spjaldtölvunni! Heima! Uppi á Esju! Hvar sem er!

Spotify tapaði notabene tæplega 24 milljörðum á síðasta ári.

Ég hló upphátt þegar ég skrifaði þetta, án gríns. LOL.

Allavega, hugsið þetta.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram