Sigga Dögg ,kynfræðingur, greindi frá því á Instagram í dag að hún væri hætt að ganga um í brjóstahaldara. Hún hafi áttað sig á því hversu gott það væri þegar hún fór á ströndina á Tenerife í karlkyns sundskýlu.
Sigga segist hafa verið á Spáni fyrir nokkrum mánuðum og sundfötin hennar hafi verið að valda henni allskyns óþægindum. Hún hafi séð konu labba framhjá á brjóstunum og hafi þá hugsað hvað í fjandanum hún væri að gera í lífinu.
Sjá einnig: Sigga Dögg varar fólk við því að smyrja smjöri á smokka: „Eykur hættuna á að smokkurinn rifni“
„Ég hljóp í næstu búð og skoðaði sundskýlur. FYRIR MENN. Það stóð á skiltinu. FYRIR MENN. Ég fann þá ódýrustu og prófaði hana og viti menn, þær fóru yfir rassinn minn og magann OG þeir voru með VASA SEM LOKAÐIST! með rennilás meira að segja,“ skrifar Sigga.
Eftir þessa lífsreynslu hafi hún ákveðið að hætta að ganga um í brjóstahaldara allsstaðar nema í íslenskum sundlaugum.
„Geirvörtur móðga ekki fólk, fólk móðgar fólk. Frelsaðu geirvörtuna elskan – þú átt það skilið og það er fokking geggjað!“