​Mubblu(endur)mótun

[the_ad_group id="3076"]

Margir kannast líklegast við vefsíðuna ikeahackers.net (upphaflega ikeahacker.blogspot.com). Á þeirri síðu gefst fólki tækifæri á að senda inn myndir ásamt leiðbeiningum af dóti sem það hefur keypt í IKEA og umbreytt á frumlegan hátt. Hægt er að fá góðar hugmyndir á síðunni og í kjölfarið útfæra sínar eigin breytingar… og jafnvel pósta á síðuna! Til dæmis er hægt að fá leiðbeiningar að því hvernig þú breytir einföldu borði í fagmannlegt plötusnúðaborð með plássi fyrir plötuspilara, mixer, effektagræjur og mónitorhátalara. Slík sérútbúin borð eru fokdýr (og oft forljót) út úr búð og því tilvalið að grípa í hamarinn og skrúfjárnið sjálf/sjálfur! Síðan býður þér því upp á sniðugar leiðir til að umbreyta ódýrum Ikea húsgögnum í flotta og praktíska hluti.

Auglýsing

læk

Instagram