Auglýsing

15 grimmdarlegustu rapplögin (fyrir ræktina)

Líkamsrækt er bara skipulögð þjáning, sem upp sprettur frá hégomanum, er viðhaldin af vananum og upphafin af lygunum. Bætt heilsa er einvörðungu hjáverkun, sem hefur ekkert með líkamsrækt að gera. Á bakvið aðdráttarafl ræktarinnar liggur, í raun, afar einföld hugsjón: fyrirheitið um betra kynlíf – með fallegra fólki. Til þess að aðstoða lesendur við þessa háleitu viðleitni, tók SKE saman 15 grimmdarlegustu Hip-Hop lögin sem fyrirfinnast á alnetinu. Öll eiga þau heima, að okkar mati, á „Gym“ lagalistanum.

1. M.O.P. – What the Fuck

Lögin Ante Up og Cold As Ice eiga líka heima á listanum, en það er ekkert – ekkert – lag eins hart og What the Fuck (afsakið frönskuna).

2. Onyx – Shout

Lögin Slam og Last Dayz hefðu líka getað ratað inn á listann, en Shout er í sérstöku uppáhaldi. Þriðja erindi Sticky Fingaz er visst til þess að koma blóðinu á hreyfingu: „Sticky Fingaz, I earned my money mugging on trains …“

3. Run the Jewels – Run the Jewels

Bítið segir allt sem segja þarf: ,Banger Boy á bítinu.’

4. Puff Daddy feat. Biggie Smalls og Busta Rhymes – Victory

Sígilt lag sem væri tífalt betra ef Puffy hefði látið Biggie og Busta um erindin.

5. Pharoahe Monch Simon Says

18 ára gamalt en gefur ekkert eftir, enn þann dag í dag.

6. DMX – Ruff Ryders Anthem

Helgisöngur ræktarinnar.

7. Nas feat. Jadakiss og Ludacris – Made You Look (Remix)

Made You Look (Remix) geymir eina eftirminnilegustu línu rappsögunnar: „I’m just trynna make sure that my son’s wealthy / Out of shape, but I make sure that my gun’s healthy.“

8. Wu-Tang Clan – Wu-Tang Clan Ain’t Nothing to Fuck With

Reglulega einsetur iðkandinn sér það markmið í ræktinni að verða að þannig manni, eða konu, sem aðrir vilji helst ekki fokkast í. Og þá er fínt að hafa Wu-Tang klanið sér til halds og trausts.

9. Drake 5 AM in Toronto

„Þó svo að silkimjúki Kanadamaðurinn sé nú yfirleitt fremi kurteis, er 5 AM in Toronto tiltölulega grimmdarlegt: beittar línur, feitt bít.

10. Kanye West  All Day

Þegar Kanye West tók lagið All Day á Brit Awards árið 2015, steig hann á svið ásamt þéttum hópi af Grime tónlistarmönnum, meðal annars Skepta, Wiley og Stormzy (sjá hér fyrir ofan). Í hvert skipti sem SKE handsamar lóðin í ræktinni gerir það sér í hugarlund að það tilheyri þessum sama hópi.

11. Freddie Gibbs  Pronto

Freddie Gibbs aðstoðar iðkendur við að koma sér í form og það pronto.

12. Mobb Deep  Shook Ones Pt. II

Frosinn marmari.

13. Gangstarr feat. Fat Joe og M.O.P.  Who Got Gunz

Í laginu varpa rappararnir fram einkum viðeigandi spurningu: ,Hver ykkar er með byssur?’

14. Krumbsnatcha feat. M.O.P. – Wolves

Úlfurinn pælir ekkert í því hversu mörg lömbin eru.

15. Tupac – Hail Mary

Tupac bjó yfir miklum andlegum styrk, sem nýtist sérdeilis vel í ræktinni.

Heiðvirðar nefningar:

Lethal Bizzle feat. Tempa T og JME Rari Workout 

SkeptaShutdown

Waka Flaka Flame – Hard in Da Paint

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing