A$AP Rocky og Frank Ocean leiða saman hesta sína

Frank Ocean hefur verið duglegur að frumflytja nýja tónlist í útvarpsþætti sínum Blonded Radio en í gær (15. maí) leyfði hann laginu RAF eftir A$AP Rocky að hljóma á öldum ljósvakans. Lagið skartar Ocean sjálfum ásamt röppurunum Lil Uzi Vert og Quavo. Titill lagsins er tilvísun í belgíska fatahönnuðinn Raf Simons en A$AP Rocky er mikill aðdáandi hönnuðarins. 

Var þetta í sjötta sinn sem Blonded Radio fór í loftið á útvarpsstöðinni Beats 1. Ocean til halds og trausts í hljóðverinu voru einnig tónlistarmaðurinn Vegyn og plötusnúðurinn Roof Access en saman fóru þeir um víðan völl hvað tónlist varðar og spiluðu allt frá Juvenile til Miley Cyrus. Ásamt þvi að kasta kveðjum á Nicki Minaj og André 3000, þakkaði Frank Ocean einnig Bítlunum fyrir að hjálpa honum yfirstíga ritstíflu. 

„Ég vil þakka Bítlunum sérstaklega fyrir að koma mér í gegnum ritstíflu nánast upp á sitt eindæmi.“

– Frank Ocean

Fyrir þá sem hafa fylgst með frumflutningi laga í Blonded Radio kemur það engum á óvart að Frank Ocean hafi spilað tvær útgáfur af laginu RAF, en hvor útgáfa lagsins skartar mismunandi erindum eftir söngvarann sjálfan (sjá hér efst). 

Auglýsing

læk

Instagram