„Að drekka með Erpi er ekkert djók!“

Keflvíski rapparinn Kíló var gestur Benedikt Freys og Róbert Arons síðastliðið laugardagskvöld í Kronik (17. desember). 

Kíló var sérdeilis auðmjúkur í viðmóti þegar hann lýsti því yfir að heimsókn hans í Kronik væri hálfgerður draumur. Viðurkenndi hann þó að líðan væri aðeins bærileg sökum mikillar drykkju frá því á föstudaginn, en Kíló kom fram á Austur ásamt Erpi Eyvindarsyni:

„Ég er svo handónýtur eftir gærkvöldið; að drekka með Erpi er ekkert djók. Þetta er bara rosalegt … þegar þú rúllar með Erpi, þá er þetta alltaf geðveikt.“ 

– Kíló

Ásamt því að spjalla við stjórnendur þáttarins um tónlist flutti Kíló einnig tvö lög í beinni: Two Techs og Fucbois, sem síðar verða birt á ske.is.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband við lagið Magnifico sem rapparinn sendi frá sér í október. Hefur það vakið talsverða athygli á netinu: 

Auglýsing

læk

Instagram