„Að elska og hlusta á mömmu.​“​ – Gunnar Marís

Auglýsing

Viðtal

SKE: Hugsanlega mætti skilgreina hugtakið Móðir á eftirfarandi veg: Manneskja, sem að sökum óláns eða mistaka, fæðir aðra manneskju inn í þennan heim, og er síðar svo hrygg yfir óþægindunum sem þetta veldur, að hún stritar  það sem eftir er ævinnar  látlaust, til þess eins að bæta viðkomandi þetta upp (sumsé, syni sínum eða dóttur). Að sjálfsögðu er þetta bara meinlaust grín, en þó lýsir þetta kannski viðleitni móðurinnar til að gera allt fyrir afkvæmi sín vel: Manni lýður beinlínis stundum eins og móður manns komi fram við mann eins og að hún hafi gert manni einhvern grikk með því að bjóða mann velkominn í tilverunni; kannski er það stundum til ógagns? En hvað um það, fyrir stuttu sendi tónlistarmaðurinn Gunnar Marís frá sér lagið Like What You’re Doing To Me (Remix). SKE spjallaði stuttlega við þennan gamla rapphund og spurði hann nánar út í hitt og þetta – það er nóg um að vera.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Gunnar Marís

SKE:
Sæll og blessaður, herra Marís. Hvað er helst í fréttum?

Auglýsing

GM:
Það er bara allt gott í fréttum. Ég er alltaf að gera einhverja
tónlist, vinna, „slaka á.“

SKE:
Þú varst að senda frá þér lagið Like What You’re Doing To
Me (Remix)
nú á dögunum. Hvað geturðu sagt okkur um lagið?

GM: Það er sko KLIKKAРdiskó og mega stuð lag. Fíla það í botn. Ég ólst upp við
„house“ og diskó – mamma alltaf að „blast-a“
eitthvað hresst. Ég samplaði lagið frá Young and Company, bætti
við og hásaði það upp.

SKE: Ef SKE myndi leigja flugvél til þess að fljúga yfir Reykjavík með löngum auglýsingaborða í eftirdragi. Hvaða skilaboð myndirðu rita á borðann, ef þú yrðir að velja – og hvers vegna?

GM: Verið góð hvort við annað. Því maður á að vera góður við hvort annað!

SKE: Hvað kemur til að rappari fer að pródúsera House tónlist? Spilaði Addi ‘Intro’ einhvern þátt í því?

GM: Addi Intro er alltaf „inspiration“ í öllu sem hann gerir og er hann að gera ljúfa „house“ tónlist en ég er samt að pródúsera alls konar; þetta kemur bara þegar ég sest fyrir framan tölvuna og byrja að sampla og spila, hvort sem það sé Hip-Hop eða eitthvað „dannsi dans“ eða „ambient“ eða „whatever.“ En á þetta lag á mamma. Þetta er fyrir hana!

SKE: Hver væri titill og undirtitill ævisögu þinnar (t.d. Kynlíf og kókómjólk: Hann þráði hið fyrrnefnda, en var aðallega í hinu síðarnefnda)?

GM: Diskógerðarmaðurinn: Með lögum skal land byggja (Diskólögum)

SKE: Orðið á götunni (SKE þekkir götuna eins og rotta) er að þú hafir nýverið leikið í stórri íslenskri kvikmynd? Er einhver Will Smith í mönnum? Eða kannski Hugh Laurie? (Get it? Lék í House, House leikari …)

GM: Jú, það er bullandi Smith fýlingur á mönnum. Ég var að klára tökur á mynd sem heitir Eden sem Snævar Sölvason leikstýrir og kemur hún út 2017-2018: Hlakkið til.

SKE: Uppáhalds tilvitnun/rapplína/ljóðabrot?

Nobody’s invincible, no plan is foolproof /

We all must meet our moment of truth /

– Guru (Gangstarr)

SKE: Hvað er næst á dagskrá? Fleiri hlutverk í leiklistinni? Plata? Myndband? Matreiðslubók? Heimsyfirráð?

GM: Matreiðslubók og heimsyfirráð!

SKE: Árið 1977 fór gullplata út í geim með Voyager 1 geimskipinu. Lagið Johnny B. Goode eftir Chuck Berry er meðal annars að finna á plötunni. Ef þú mættir velja hvaða lag sem er til þess að senda út í geim með sambærilegu geimskipi – hvaða lag yrði fyrir valinu og hvers vegna?

GM: Enginn spurnig: Let’s Groove með Earth Wind and Fire út af því að það er rosalegt. Það dansa allir við það! 

SKE: Helsta lexía sem þú hefur lært á lífsleiðinni?

GM: Að elska og hlusta á mömmu sína.

SKE: Eitthvað að lokum?

GM: Elskið hvort annað og verum góð <3

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram