Auglýsing

„Allir í fíling!“—SKE spjallar við KUL um „Hot Times“ (og ýmislegt annað)

Fréttir

Ljósmynd: Íris Anna

Í lok apríl gaf íslenska hljómsveitin KUL út myndband við lagið Hot Times (sjá hér að ofan). Emil Ásgrímsson sá um myndefnið og var hljóðblöndun og upptaka í höndum Arnars Guðjónssonar hjá Aeronaut Studios. 

Líkt og fram kemur á vefsíðu sveitarinnar samanstendur KUL af reynsluboltum úr íslensku tónlistarsenunni. Sveitina skipa Heiðar Örn Kristjánsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason. Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE stuttlega í KUL-mönnum og forvitnaðist um lífið og listina. KUL vinnur nú að gerð sinnar fyrstu plötu en Hot Times er annað lagið sem hljómsveitin gefur út.  

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segið þið þá? 

KUL: Hrikalega gott. Allir í fíling!

SKE: Hljómsveitin KUL samanstendur af reynsluboltum úr íslensku tónlistarsenunni. En hvaðan kemur nafnið? 

Heiðar Örn: Þetta er bæði íslenskt en samt alþjóðlegt og mjög kúl KUL. Svo vorum við allir að upplifa kulnun í starfi þegar við stofnuðum hljómsveitina!

SKE: Um þessar mundir vinnur KUL að gerð nýrrar plötu. Hefur þetta verið langt ferli og hvenær stefnið þið á útgáfu?

Hálfdán: Þetta hefur reynst okkur frekar auðvelt. Við ákváðum að hittast í skúrnum og telja í—og það gengur bara vel. 

Því má segja að ferlið hefur verið frekar stutt en afkastamikið. Við stefnum að einhvers konar útgáfu seinni hluta árs. Við ætlum að henda út einu og einu lagi og safna þannig saman í skífu.

SKE: Lagið Hot Times kom út í lok apríl. Fyrstu viðbrögð undirritaðs við texta lagsins voru þau að hér væri höfundur að vísa í lofstlagsbreytingar—en eftir frekari vangaveltur er það kannski ekki alveg rétt. Hvernig kom lagið til og hvaða þýðingu hefur textinn?

Heiðar Örn: Mér hefur alltaf verið illa við að matreiða textana mína ofan í fólk; menn eiga að túlka alla texta út frá sinni eigin reynslu og forsendum. Hvort lagið fjalli um hlýnun jarðar, eiturlyfjaneyslu eða ást ætla ég ekkert að segja til um!

SKE: Gerð myndbandsins við lagið var í höndum Emils Ásgrímssonar. Hvernig kom 
samstarfið til? 

Hálfdán: Helgi lagði til að við myndum hafa samband við Emil og við sjáum ekki eftir því, mikill meistari þar á ferð.

SKE: Ætla KUL að koma fram á tónleikum í sumar?

Hálfdán: Já, við stefnum á að spila mikið í sumar. Við erum að vinna í því núna að bóka tónleika hér og þar.

SKE: Eitt lag sem allir verða að heyraog hvers vegna?

Hálfdán: Hot Times með KUL því það er instant hit! Annars mæli ég með því að fólk hendi Prince á fóninn við hvert tilefni.

SKE: Eitthvað að lokum?

KUL: Fylgist með okkur KUL mönnum á neðangreindum slóðum.

Facebook: https://www.facebook.com/kulmusickul/
Youtube: https://www.youtube.com/channel/UC64R0-ttGbigu69vnq1i2Bw
Spotify: https://open.spotify.com/artis…

(SKE þakkar KUL kærlega fyrir spjallið.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing