Auglýsing

Allt það sem er að SKE 18.08.2016

Í dag er 18. ágúst 2016.

Það eru 135 dagar eftir á árinu.

Á þessum degi árið 1958 kom skáldsagan Lolita eftir rithöfundinn Vladimir Nabokov út en hann lét eftirfarandi ummæli falla:

„Sumt fólk, þar með talið ég, þolir ekki farsæl sögulok. Okkur finnst vera svindlað á okkur. Harmur er normið.“

– Vladimir Nabokov

Það er nóg um að vera í menningarlífinu í dag.

1. Kvenfataverslunin Húrra Reykjavík opnar á Hverfisgötu 78. Léttar veitingar í boði.

Hvar: Húrra Reykjavík (Hverfisgata 78, 101 Reykjavík)
Hvenær: 18:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/1138634192873301/

2. Opnunarteiti kaffi- og matstofu Frú Laugu á 2. hæð Listasafni Reykjavíkur. Kaffi og matstofa Frú Laugu og er nýr kaffi- og hádegisverðarstaður í safninu sem býður upp á nærandi upplifun fyrir öll skilningarvitin; ljúffenga rétti úr fyrsta flokks Frú Laugu hráefni, notalegt umhverfi, ljúfa tóna og listræna upplifun innan seilingar fyrir þá sem velja að heimsækja safnið um leið. Ekki er greiddur aðgangseyrir að safninu ef Kaffi og matstofan er eingöngu heimsótt. Léttar veitingar og tilboð á barnum.

Hvar: Listasafn Reykjavíkur 2. hæð (Tryggvagata 17, 101 Reykjavík)
Hvenær: 17:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/295627844130169/

3. Bíó Paradís frumsýnir kvikmyndina VIVA! Dagskráin er svohljóðandi:

19:00- Kúbanskir drykkir verða á tilboði á barnum og nokkrir meðlimir í DragSúgur munu taka á móti gestum í dragi, eins og þeim er einum er lagið! Síðasta árið hefur DragSúgur skemmt sístækkandi hópi aðdáenda með kynngimögnuðum dragsýningum sem hafa breytt íslensku senunni að EILÍFU!

20:00 -Kvikmyndin sýnd. Á undan sýningunni verður stutt kynning sýnd af upptöku frá aðalleikara myndarinnar Héctor Medina sem veitti Bíó Paradís stutt viðtal.

Nánar um myndina: Jesus vinnur við förðun á drag skemmtistað á Havana, en dreymir sjálfum um að koma fram. Loks þegar hann fær tækifæri til þess, ræðst maður á hann úr áhorfendasalnum, sem reynist vera faðir hans sem hefur ekki verið hluti af lífi hans í 15 ár. Feðgarnir takast á, en kærleikurinn þeirra á milli rekur þá báða áfram í að reyna vera fjölskylda á nýjan leik. Frábær frammistaða leikarana hafa gert gagnrýnendur orðlausa. Þetta er víst mynd sem þú vilt ekki missa af.

Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís að frumsýningu lokinni. Almennt miðaverð er á frumsýningu.

Hvar: Bíó Paradís (Hverfisgata 54, 101 Reykjavík)
Hvenær: 19:00
Aðgangur: 1.600 ISK

https://www.facebook.com/events/338850869836153/

4. Kilroy Pub Quiz á Loft Hostel. Ferðaskrifstofan Kilroy stýrir Pub Quiz á Loft Hostel og hefst dagskráin klukkan 20.00 með frábærri kynningu á G-Adventure og ferðum þeirra. Mun keppnin hefjast strax að henni lokinni. Spurningarhöfundur og spyrill er Albert Vernon Smith frá Bandaríkjunum og verður að sjálfsögðu ferðaþema. Keppt er í tveggja manna liðum (mættu með draumaferðafélagann og taktu þátt) og mun það lið sem hefur flest rétt svör vinna glæsilegt gjafabréf sem inniheldur:

• 1.000 EUR inneign hjá G-Adventure
• 50.000 ISK inneign hjá KILROY

Athugaðu að leysa þarf út allt gjafabréfiðá sama tíma í sömu ferðina. Mættu með ferðafélagann!

Barinn verður opinn á keppninni og fyrir þá sem vilja mæta snemma og ná góðum borðum er happy hour frá 16.00 – 19.00!

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/1176064819092324/

5. HAHA Voða Fyndið á Rosenberg. Hin geysivinsælu uppistandskvöld HAHA Voða Fyndið snúa aftur í ágúst. Mikill hlátur. Mikið gaman. Kynnir kvöldsins er engin önnur en dansarinn, grínistinn og sirkúsdýrið Margrét Erla Maack.

Fram koma:
Hugleikur Dagsson
Bylgja Babýlons
Andri Ívars
Jonathan Duffy
Snjólaug Lúðvíksdóttir
Jóhannes Ingi Torfason

Hvar: Café Rosenberg (Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 2.500 ISK

https://www.facebook.com/events/1815731372046646/

6. Spilakvöld í boði Samtakanna ’78. Samtökin ’78 halda spilakvöld á opnu húsi á fimmtudaginn! Fullt af spilum fyrir byrjendur og lengra komna. Borðspilanjerðir á staðnum taka vel á móti öllum. Gott aðgengi og hræbillegar veitingar til sölu.

Hvar: Samtökin ’78 (Suðurgata 3, 101 ReykjavíK)
Hvenær: 20:00-23:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/294993174191739/

7. Ungliðhreyfing Viðreisnar býður gestum í pizzu, kalda drykki og kvikmyndina Harvey Milk. Á viðburðarsíðunni stendur:

„Það verður PIZZA. Það verða KALDIR DRYKKIR. Það verður HARVEY MILK.

Við ætlum að koma okkur vel fyrir, panta nokkrar pizzur og skola þeim niður með einum eða fleiri köldum drykkjum á meðan við horfum saman á myndina um Harvey Milk.

Þú ert velkomin/nn að kíkja á okkur! ☺️

Það þarf ekki að skrá mætingu en okkur þætti gaman ef þið gerðuð going eða létuð okkur vita að þið hafið áhuga á að mæta, svo við getum sirkað út hversu margar pizzur við ættum að panta.“

Hvar: Viðreisnarsalurinn (Ármúli 42)
Hvenær: 19:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/311702042496872/

8. Hip-Hop Jam Session á Gauknum. Húsband Gauksins, M.F. Tríóið, keyrir stemninguna í gang kl. 21:00 og þar á eftir eru allir velkomnir upp á svið. Happy Hour er til klukkan 21:00.

Hvar: Gaukurinn (Traggvagata 22, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/1409306699085482/

9. Ferilbrot á Skörinni. Ný verk mósaiklistakonunnar Alice Olivia Clarke verða til sýnis á Skörinni, Aðalstræti 10. Sýninguna prýða verk sem eru framhald og stundum endurvinnsla hugmynda úr öðrum verkum og innsetningum sem hún hefur unnið á 20 ára ferli. Borðin eru flest úr endurunnum efnum; afgangsflísum úr eldri verkum, og uppgerðum húsgögnum.

Hvar: Handverk og Hönnun (Aðalstræti 10, 101 Reykjavík)
Hvenær: 17:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/518011051741469/

10. Camus Kvartett í Norræna húsinu. Camus kvartett hefur verið starfandi í um eitt ár og þetta munu verða þeirra þriðju tónleikar. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Miles Davis, Wayne Shorter, Herbie Hancock og Lenny Tristano. Kvartettinn samanstendur af Sölva Kolbeinssyni (saxófón), Rögnvaldi Borgþórssyni (gítar), Birgi Steini Theodórssyni (bassa) og Óskari Kjartanssyni (trommur).

Hvar: Norræna húsið (Sturlugata 5, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:30-21:30
Aðgangur: 2.500 ISK

https://www.facebook.com/events/288481198175481/

11. Opið hús – Hvatningarhátíð. Í tilefni af Reykjavíkurmaraþoninu bjóða Parkinsonsamtökin á Íslandi öllum hlaupurum, félagsmönnum og öðrum velunnurum á opið hús. Boðið verður upp á léttar veitingar og allir hlauparar fá fyrirliðaband merkt samtökunum sem þeir geta notað í hlaupinu.

Hvar: Parkinsonsamtökin á Íslandi (Hátún 10, 105 Reykjavík)
Hvenær: 17:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/1801924973372471/

12. DJ Davíð Roach á Hverfisgötu 12. DJ Davíð Roach þeytir skífum.

Hvar: Hverfisgata 12 (Hverfisgata 12, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00-01:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/288863244804295/

13. Pub Quiz á Bravó – British Theme. Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir stýra Pub Quiz á Bravó þar sem þeminn er Bretland.

Hvar: Bravó (Laugavegur 22, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: Ókeypis

https://www.facebook.com/events/317460318596142/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing