„Alltaf óhræddur við að segja þannig fólki að fokka sér.“

[the_ad_group id="3076"]

Intr0beatz @ Paloma

Það er einkum mikilvægt, endrum og eins, að taka sér pásu; að taka sér frí; að veita eyrunum orlof frá innihaldslausum orðræðum stjórnmálamanna og hlýða, þess í stað, á fallegt hús eða steinhart tekknó (það eru engar lygar í hústónlist) – og ef þú ákveður, lesandi góðir, að nýta annað kvöld í þesskonar (h)eyrnarleyfi, leitaðu ekki lengra en á Paloma, en þar verður hinn geðþekki Intr0beatz (Ársæll Þór Ingvason) að seðja tónhungur hlustenda með góðri músík. Í tilefni þessara veislu, settum við okkur í samband við herra Inngang (Intro. Get it?) – og spurðum hann nokkrar viðurkvæmilegar spurningar.

Þú ert titlaður „munch adviser“ (skyndibita-ráðgjafi) hjá house hópnum BLOKK. Að þínu mati, hverjar eru fimm bestu skyndibitamáltíðirnar í Reykjavík?

Sko, víst við erum að tala um „munch advisement,“ þá er ég alltaf að bíða eftir að vera ráðinn hjá einhverju blaði eða bloggi akkúrat sem „munch adviser! (holla atchaboi)“

[the_ad_group id="3077"]

En fimm bestu skyndibitamáltíðir ætti nú ekki að vera flókið:

– Durum Mix á Ali Baba
– Allir burgers á Prikinu
– ALLT á KFC
– Bæði pepperóní OG rækju bátur á Nonna með auka svissuðum lauk, steiktum sveppum og gulum baunum
– ALLT á Fönix (better recognize)

Er í lagi að biðja DJ um óskalag? (Af hverju / af hverju ekki?)

Fer algjörlega eftir þema hvers staðar myndi ég segja. Sumir staðir eru meira óskalaga staðir en aðrir. En þegar kemur að senum eins og house, techno, drum&bass etc, þá er algjört NONO að biðja um óskalag.

Mér finnst alveg merkilegt hvað sumt fólk getur verið taktlaust og haldið að það geti mætt á stað eins og t.d Kaffibarinn eða Paloma þar sem einungis er spiluð rafræn danstónlist og farið í fýlu yfir að fá ekki nýjasta FM957 hittarann spilaðan. Ég er alltaf óhræddur við að segja þannig fólki að fokka sér.

#Sorrymemmigensamtallsekkisorry

Á skalanum Josef Fritzl til Bob Marley, hversu mikið traust ber Intr0beatz til nýju ríkistjórnarinnar?

Held að seinustu dagar hafi sannað að það er engu hægt að treysta öðru en því að ríkisstjórnin er klárlega í ruglinu og erfitt að vita hvað kemur upp næst eða hverju hægt sé að treysta.

Ef þú værir fenginn til þess að DJ-a á mótmælunum í kvöld, á hvaða lagi myndir þú byrja? Enda?

Myndi byrja OG enda á SIGMUNDUR DAVÍÐ HVAR ER PENINGURINN MINN/ÞINN með Hemúlinum.

Við hverju má búast á Paloma á morgun?

Allt frá „soulful feelgood“ húsi yfir í grjóthart „techno“, en þetta kemur allt í ljós þegar líður á kvöldið.

Að þínu mati, hver er besti DJ-inn á Íslandi í dag?

You trying to get me killed?? Oh well, FRÍMANN, en hann er akkúrat að spila á Kaffibarnum sama kvöld. Endilega swinga við og checka á honum!!! (En koma svo til mín, að sjálfsögðu.)

Þú hefur verið duglegur að gefa út efni upp á síðkastið, segðu okkur aðeins frá því.

Heldur betur. Þó að það hafi farið framhjá mörgum, þá hef ég gefið út 22 lög frá því í janúar í fyrra hjá mismunandi erlendum útgáfum og ennþá fleiri á leiðinni!

Öll þessi lög er hægt að versla á Beatport, Traxsource, Junodownload, iTunes Store og á fleiri stöðum sem ég er bókað að gleyma og finnast öll undir Intr0beatz.

SKE mælir með Intr0beatz á Paloma á morgun, en hann stígur á stokk á miðnætti. Hér er svo eitt sígilt lag frá Intreeezy.

Auglýsing

læk

Instagram