„Alltaf spurð sömu spurninganna.“—Cell7 (Í bílnum)

Nýverið fór SKE á rúntinn með rapparanum Cell7 en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Tilefni rúntsins—ef hægt er að tala um slíkt—er væntanleg útgáfa nýrrar plötu sem Cell7 vinnur nú hörðum höndum að og þá í samstarfi við taktsmiðinn Fonetik Simbol. 

Líkt og fram kemur í viðtalinu er Cell7 langþreytt á ófrumlegu blaðafólki:

„Veistu það að ég er alltaf spurð að svona klassískum 10 spurningum og ég er heppin ef ég þarf ekki að skrifa viðtalið niður sjálf—og taka viðtalið sjálf … “

– Cell7 (Ragna Kjartansdóttir)

Síðar kom í ljós að þessi ergja rapparans í garð blaðafólks varð til þess að hún skrökvaði til um eigið dálæti af opnum húsum bílasala. 

Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið City Lights sem Cell7 gaf út í fyrra.

Auglýsing

læk

Instagram