Auglýsing

Alvia flytur Dazed í beinni: „Stutt í myndbandið“

Síðastliðið föstudagskvöld kíkti tónlistarkonan Alvia við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977. Ásamt því að frumflytja lagið Dazed í beinni (sjá hér fyrir ofan) þá spjallaði hún einnig stuttlega við umsjónarmenn þáttarins um það sem væri í vændum; tjáði hún Róbert Aroni Magnússyni að næst á dagskrá væri verkefni sem ber titilinn Pistol Pony (ekki tók hún fram hvort að hér væri um að ræða mixteip eða hljóðversplötu) en einnig hyggst hún skjóta myndband við fyrrnefnt lag (Dazed). 

Alvia hefur svo sannarlega verið iðinn við kolann í ár en ásamt því að hafa gefið út mixteipið Elegant Hoe hefur hún einnig sent frá sér fjöldan allan af myndböndum, þar á meðal Felis Lunar, Elegant Hoe, Enter the Gum og CyberGum (sjá hér fyrir neðan).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing