Aron Pálmarsson fagnar páskunum

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson fagnaði páskunum síðasta sunnudag með því að líkja eftir krossfestingu Krists, í miðjum leik (sjá mynd hér að ofan). Þessi gjörningur Arons uppskar misjöfn viðbrögð. Snorri Steinn, liðsfélagi Arons, og strangtrúaður kaþólikki, brá hnefa á loft í táknrænni samstöðu með liðsfélaga sínum, á meðan Valentin Porte, þekktur trúleysingi, fórnaði höndum, augljóslega vonsvikinn með hæga þróun mannkynsins. Í viðtali við Der Spiegel eftir leikinn sagði Aron: „Ég óttast það hversu margir Íslendingar eru að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Ég mun gera mitt allra besta til þess að halda kyndli frelsarans á lofti. Þó svo að kyndillinn verði að eldspýtu, og eldspýtan að blysbjöllu.“


(function(d, s, id){ var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) {return;} js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = "https://connect.facebook.net/en_US/sdk.js"; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs); }(document, 'script', 'facebook-jssdk'));

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing