„Árshátíð Fabrikkunnar versta giggið.“ – Logi Pedro er DJ vikunnar

Auglýsing

DJ vikunnar

Nýverið kíkti plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni „DJ vikunnar“ þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

Það er nóg að gera hjá Loga Pedro þessa dagana en ásamt því að vinna í nýrri tónlist með Sturla Atlas og Young Karin þá er hann einnig að hljóðblanda fyrsta mixteipið hans Flona. 

Auglýsing

Í viðtalinu forvitnaðist SKE meðal annars um versta giggið sem Logi Pedro hefur tekið að sér: 

„Ég DJ-aði einu sinni á árshátíð Hamborgarafabrikunnar. Ég held að það hafi verið þá sem ég áttaði mig á því að mér þætti ekki gaman að spila nema að ég væri að spila undir eigin formerkjum.“

– Logi Pedro

Þess má einnig geta að endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Gucci Song eftir Loga Pedro, Birni, Jóhönnu Rakel og Joey Christ kemur út í dag (22. september). Eins og kemur fram í viðtalinu þá er upprunalega lagið eftir sænska rapparann Michel Dida. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram