Besti brandarinn í Seinfeld – að mati Seinfeld.

[the_ad_group id="3076"]

Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld var í viðtali hjá vefsíðunni Reddit í gær og vakti viðtalið mikla lukku meðal aðdáenda þáttarins Seinfeld. Jerry ræddi meðal annars Larry David („Við erum í miklu sambandi. Við borðum saman, spjöllum í símann saman og hlæjum saman eins og við höfum gert alla tíð.“), tregðina til þess að halda upp á Festivus og þá frasa úr þáttunum sem hann beitir í daglegu lífu.

„Ég segi en ,hey´ þegar ég heilsa fólki, eins og við gerðum í þáttunum. Einnig set ég stundum tvo þumla upp í loftið eins og Kramer og reglulega heilsa ég fólki eins og ég heilsaði Newman í þáttunum: ,Hello, Newman´.“

– Jerry Seinfeld

Að eigin sögn myndi Jerry ekki horfa á Seinfeld þó svo að hann myndi álpast á þáttinn í sjónvarpinu fyrir slysni: „Þetta er eins og að horfa á gömul fjölskyldumyndbönd – þetta yrði bara ég að horfa á sjálfan mig. Það er skrítið. Finnst þér það ekki?“

Aðspurður út í uppáhalds brandarann sinn úr þáttunum svaraði hann með þessum hætti:

„Besta hugmyndin sem ég fékk í Seinfeld var að stinga upp á því að George mundi finna gólfkúluna hans Kramers í blástursopi hvalsins. Á þeim tíma vorum við að vinna með tvö söguþræði, þ.e.a.s. George að þykjast vera sjávarlíffræðingur og Kramer að slá gólfkúlur á ströndinni. Ef þú trúir því, þá sáum við enga tengingu þar á milli. Svo í miðri viku fékk ég þessa hugljómun: Hann finnur gólfkúluna í blástursopinu. Þetta er örugglega uppáhalds brandarinn minn í Seinfeld. Einnig elska ég þegar fólk notar orðin „regift,“ „yadda yadda,“ eða „they’re real – and they’re spectacular!“

– Jerry Seinfeld

Hér fyrir neðan má sjá fyrrgreindan brandara:

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram