Auglýsing

Bill Hicks um íslensku forsetakosningarnar

Fyrir stuttu var mér bent á tilvitnun eftir bandaríska uppistandarann Bill Hicks heitinn, tilvitnun sem er einstaklega viðeigandi í ljósi þeirri ofgnótt frambjóðanda sem nú keppir um íslenska forsetaembættið. Bill Hicks lét eftirfarandi ummæli falla:

„Ég er samþykkur tilgátu Mark Twain, sem segir að sú manneskja eigi síst erindi í forsetaembættið sem þráir það heitast. Þess í stað ættum við að kjósa þá manneskju sem draga þyrfti á Bessastaði með afli – öskrandi og spriklandi.“

– Bill Hicks

(Vitaskuld nefndi Hicks ekki Bessastaði í ummælum sínum, heldur Hvíta Húsið.)

Í tilefni þessa ummæla tókum við saman 10 góðar tilvitnanir eftir hinn hagorða Hicks:

#1 Það er kominn tími til þess að þróast. Það er ástæðan fyrir því að við erum á krossgötum. Vitið þið af hverju stofnanir okkar eru að bregðast okkur, kirkjan, ríkið, allt saman – að bregðast okkur? Vegna þess að þær eiga ekki lengur við. Við eigum að þróast. Þróun mannkynsins endar ekki með gagnstæðum þumli. Þið vitið það, er það ekki?

– Bill Hicks

#2 Að horfa á sjónvarp er eins og að úða svörtu lakki á þriðja augað.

– Bill Hicks

#3 Við borgum öll fyrir lífið með dauðanum, og þess vegna ætti allt, þess á milli, að vera frítt.

– Bill Hicks

#4 Fyrir mér er grínistinn sá sem segir ‘bíðið aðeins,’ á meðan samfélagið gerir upp hug sinn. Hann er andstæða hjarðeðlisins.

– Bill Hicks

#5 Grínistinn er logi – eins og tortímandinn Shiva, sem steypir skurðgoðum af stalli. Hann dregur athygli okkar aftur að augnablikinu.

– Bill Hicks

#6 Ég trúi því að jafnrétti ríki meðal mannkynsins: Við erum öll jafn ömurleg.

– Bill Hicks

#7 Þetta snýst allt um peninga, ekki frelsi. Þetta hefur ekkert með frelsi að gera. Ef þú heldur að þú sért frjáls, reyndu að fara einhvert án peninga.

– Bill Hicks

#8 Við erum þeir sem flýtum fyrir skapandi þróun mannkynsins. Við getum tendrað ljós í huganum.

– Bill Hicks

#9 Væri ekki gaman að heyra jákvæða frétt um LSD notkun í fréttunum? Að geta grundvallað ákvarðanir okkar á upplýsingum, en ekki hræðsluáróðri og hjátrú? Væri það ekki áhugavert? Svona einu sinni? „Í dag, uppgötvaði ungur maður að allt hið efnislega er ekkert nema orka, samanþjappað í hægan titring – að við erum öll ein vitund, sem upplifir sjálfa sig á huglægan máta. Það er ekkert sem heitir dauði, lífið er draumur, og við erum okkar eigið ímyndunarafl. Og nú yfir til Tom, sem ætlar að segja okkur frá veðrinu.“

– Bill Hicks

#10 Ég skildi við ykkur með ást, með hlátri, og með sannleik, og þar sem þetta þrennt fyrirfinnst – sannleikurinn, ástin og hláturinn – þar er ég í anda.

– Bill Hicks

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing